Fæðingarhræðsla og ónáttúruleg fæðing!

Svo ég haldi nú áfram með fæðingarsögu og álit á öllu því sem tengist því það er svo fræðandi og skemmtileg (öll vitneskjan sem ég hef um þetta ferli er alveg top notch). 

Ég semsagt þjáist af margskonar hræðslu og  get ég nefnt hér fáein dæmi þá er ég t.d. svo bilaðaslega hrædd við köngulær að ég gæti ekki bjargað mér eða barni ef ég yrði fyrir dordingla árás, ég er hrædd við lítil rými, háa stiga og allt sem tengist hærra en meter, og jú spegla(spegla fobia ef það er til). En svo er hræðsla sem enginn virðist skilja og það er fæðingarhræðsla. Þetta finnst læknum vera eitthvað sem er voðalega barnalegt og hálf kjánalegt, maður fær svona viðbrögð; "Oh kjáninn þinn þetta er ekki neitt". Í stuttu máli er þetta bara hræðsla við að fæða. Ég semsagt útskýrði þessa hræðslu mínu við ljósmóðirina sem skildi ekki upp né niður í mér en hún sendi mig til fæðingarlæknis. Sú stúlka var sirka ári yngri en ég og þá fyrst leið mér eins og kjána í viðtalinu hjá henni en samtalið fór eitthvað á þennan veg; Ég sagði henni að ég vildi fara í keisara þar sem ég einfaldlega hef brjálaða hræðslu við að fæða, hún tekur í hendina á mér og segir elsku stúlkan mín þú sem er svona hraust og sterk stelpa þetta er ekkert mál. jah segi ég það er erfitt að segja til um það fyrir fæðingu, getum ekkert verið viss um að þetta verði geðveikt party bara 10 min og boob krakkinn poppar út geggjað hress á kantinum?! Fæðingarlækninum var ekkert skemmt og sagði að þetta fylgdi því bara við að verða óléttur og aftur kom ég með samlíkingar að þar sem við deilum heiminum er ekkert endilega sjálfgefið að ég vilji hýsa köngulær heima hjá mér(hún var ekki að skilja rökin en ok). Aftur kom hún mér skemmtilegastu rökin að ekkert er fallegra en að eiga NÁTTÚRULEGA.  Ég þakkaði fyrir að ég ældi ekki í skóinn á ungu snótar lækninum. Aftur segi ég já ok ég er hrædd við þetta og eftir 31 árs hræðslu er fátt sem gæti mögulega breyst á þessum 6 mánuðum sem væru eftir. Þetta samtal hélt svona áfram í 45 min, hún kallaði mig unga stúlku sirka 17 sinnum jafnvel þó ég sé korter í að vera komin úr barneign en ung stúlka skal ég vera og allt í lagi með það þá gafst ég upp og sagði jah og annað hvort verð ég skorin eða þið náið í barnið því ég ætla ekki að ýta þessu barni út hvað sem þú segir. Eftir 2 hittinga með fæðingarlæknum, einu viðtali hjá geðlækni þá varð ég greinilega úrskurðuð svo klikkuð að vilja ekki fæða að ég fékk keisara í gegn. Hef fengið alveg hellings spurningar og alveg fordóma við þessa ákvörðun mína að vilja skera allan líkaman minn (sem er reyndar bara 1 lítill skurður) bara vegna aumingjaskaps við að vera hrædd við að fæða. En eins og ég sagði við geðlæknirinn jah ef þú ert lofthrædd og þú veist að þú ert örugg á 15 hæð á svölum ferðu samt ekki út á þær þó það séu engin rök fyrir því, held með þessu var ég stimpluð snargeðveik og hleypt heim. 

1 barni síðar en engri fæðingu þar sem ég átti svo ónáttúrulega fæðingu með lyfjum og skurði og svo í þokkabót eftir allt  það þá er  ég ekki ennþá laus við þessa fobiu mína! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband