Yogabuxur og aukaverkanir

Ég hef verið mjög heilluð um þetta ferli, það er að segja meðgöngu og ferlið að verða mamma. Maður fær alveg einstaklega mörg heilræði í gegnum þetta ferli og jú auðvitað segja allir manni að fæðingin sé ekki skemmtilegasti kaflinn í þessu svo maður veit innst inni að það er eitthvað sem maður "á að hræðast", jú svo heyrði ég frá all mörgum að fyrstu 3 mánuðurnir væru þeir erfiðustu með svefnninn (jú jú það eru komnir 13 mánuðir og ekki enn hef ég sofið svo takk allir). Semsagt alls konar ráð og varnir sem fólk er einstaklega viljugt að deila með þér hvort sem þú vilt þau eður ei. Eins og ég hef sagt áður þá var ég ekki sú allra fróðasta um þetta ferli svo ég tók svona punkta hér og þar um hvað gera skal og hvað ekki en samt var ljósmóðirin alveg dugleg að segja mér að allt sem ég gerði væri ekkert allt of rétt en það er aftur á móti önnur saga. Samt eru alveg þó nokkuð margir hlutir sem enginn varar mann við eins meðgöngu aukaverkanir skulum við kalla það sem geta verið ofsakláði, gyllinæði, legsig, endaþarmsig og fullt af líkampörtum sem síga og þetta er að mér skilst bara ugginn af hvalinum. En þetta tal er ekki nógu sexy svona opinberlega miklu skemmtilegra að tala um fæðingar því allir eru æstir að heyra margra klukkutíma kvalarfullar lífsreynslu sögur sem heilræði. Ég var nú samt nokkuð "heppin" eða einu aukaverkarnirnar sem ég fékk var jú morgunógleði sem reyndist reyndar vera 24 tíma ógleði og gekk það í um 7 mánuði, held að ég hafi ælt á þessum 7 mánuðum svipað og meðal manneskja gerir á lífstíð. Einnig jú bjúg á fótum sem gerir það alveg stórkostlega erfitt fyrir mig að vera í sokkum. Ennþá daginn í dag reyni ég að komast hjá því að vera í sokkum því ég fæ köfnunartilfingu í hálsin svo slæmt var þetta bjúg "keis" sem ég var með á löppum. 

En eitt annað þróaði ég með mér á meðgöngunni minni og það er gleymska en jú ég hef svosem alltaf verið frekar gleymin en þetta nær alveg svo langt að möguleiki væri að fá alzheimer greiningu á þetta. Jú jú oftast er þetta bara smávægilegt eins og ef ég kem úr kringlunni þá man ég ekki hvar ég lagði bílnum og þá fer ég að hugsa hvort ég hafi nokkið verið á bíl en ef ekki hvernig komst ég þá í kringluna en það skýrist venjulegast á svona klukkutíma eftir talsverða hugsun og gott labb. En versti parturinn á gleymskunni eru hlutir sem ættu að vera auðveldir eins og að fara í nærbuxur sem ég vissi vel hvernig maður átti að gera, og búin að vita í jah 30 ár eða svo,  en það virðist bara hafa dottið úr mér. Þetta árið er ég farin að gera þetta vitlaust jah í svona 2 af hverjum 3 skiptum og þá fer ég í þær ekki bara inside out heldur eru þær líka bakið fram og öfugt. Er nú nokkuð búin að venjast að vera með poka að framan og bara hálfar nærur að aftan en það versnaði í málunum um daginn þegar ég fór í hot yoga!! Ekki nóg með að maður sé í þröngum yoga buxum heldur eru þessar 38° sem hjálpa ekki mikið en samt gera mann sveittan og klepraðan og að vera að beygja sig í nærum sem ná bara yfir hálfan bossan og skerast inn í mann eins og brazilian "thong" er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að prófa því ég get sagt ykkur það er ekki þægilegt! Annars eyði ég megnið af deginum að leita af ýmsum hlutum eins og símanum sem ég finn svo alveg í 97% tilfella í hleðslutækinu þar sem ég skildi hann eftir en gleymi því samt alltaf, fjarstýringum og svo jú auðvitað sólgleraugunum því heilinn er ekki búinn að meðtaka það að sólin sé farin í bili

Einnig í bílnum þá horfi ég stanslaust  í bakspegilinn á barnið mitt bara til að vera 100% viss að ég hafi ekki gleymt að setja hann inn í bílinn því jah hver veit hvað gerist næst þar sem ég man ekki stafinm lengra, frá nærbuxum yfir í síma, þakka ég bara fyrir að ég tíni sjálfri mér ekki einhvern daginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband