Grátur á flugvellinum!

Jæja, loksins þegar hin brjálæðislega þreytta og splæsta nýbakaða móðír ákveður að fara að vera dugleg (lesist blogga reglulega, vinna í verkefnum og stunda ræktina) þá leggst maður bara í jólapestina og lillinn auðvitað með. Ef eitthvað er erfiðara að vera með nokkra vikna gamalt barn, er að vera veikur með nokkra vikna gamalt barn fárveikt.

En jæja ég var að skrifa um dásamlega sólahringinn sem ég eyddi í Milanó í sumar, ólétt og að jafna mig á fótaaðgerð..mundi segja alveg ein sú versta af mörgum vondum hugmyndum sem ég hef fengið. En já eftir daginn frá hell að vera matarlaus, föst í biðskýli eða inn í rútu með kolbiluðum ítölum (reyndar var kærastinn minn pollrólegur en hvað átti hann svosem að gera með extra viðkvæma kærustu í eftirdragi, batnaði ferðin því miður lítið. 

Við vöknuðum á hótelinu sem var sem betur fer staðsett á flugvellinum, ég hugsaði nú jah þetta getur nú varlað versnað. Eitt sem maður hefur heyrt of í gegnum tíðina eru sögur um að óléttar konur verði skapvondar og pirraðar, þá átti það alls ekki við um mig (sem betur fer því ef svo hefði verið hefði ég persónulega sjálf orðið hrædd) en ég varð aftur á móti einstaklega viðkvæm og mátti lítið ske eða segja og þá var ég tilbúin með tárin. En já ég vaknaði sem sagt svöng sem þýðir bara eitt, extra viðkvæm svo ekki byrjaði þetta vel, svo við hröðum okkur út af hótelherberginu til að reyna að finna mat á flugvellinum. Tárin mín voru alveg á stand by ef eitthvað mundi klikka.. þarna blasti við okkur mcdonalds og var Andrea sendur þangað að kaupa hamborgara, ég var sett á kerruna ofan á ferðatöskuna þar sem ég var of hægfara. Á meðan biðinni stóð var ég orðin klökk, svo þegar hamborgarinn loksins komst í hendurnar á mér var farið að renna eitt og eitt tár meðan ég tróð upp í mig þurrum ostborgara eins og enginn væri morgundagurinn. 

Svo kom restin af deginum, kerran sem tengdó gaf mér var semsagt 3 í einu og var það kerra, vagn og bílstóll og var pakkinn nánast jafn stór og ég. Inrritunin var langt því frá að vera skemmtileg, fyrst því enginn mætti fyrr en klukkutíma of seint ( ítalir aftur að koma sterkir inn með tímaskyn sitt) og svo var ég með kassa sem gat innihaldið lík af fullvöxnum karlmanni i stærri kanntinum. Þegar þetta var loksins búið þá var bara kominn tími fyrir kærastan minn að ná sínu flugi svo hann var þotinn af stað í sitt flug. Ég hálf lappa laus og komin með smá magakúlu og hormónasveiflur, wambla að hliðinu mínu. Flugið átti semsagt að fara klukkan 11 og var nú alveg að koma að því kom sú skemmtilega tilkyning að fluginu seinki ( fengum nú ekki skýringu á afhverju annað en það er allt sem seinkar í blessuðu Mílanó) en þetta var alveg dropinn sem fyllti mælinn á hjartanu mínu og grét ég þarna alein ofan í vatnsflöskuna mína og var alveg óstöðvandi. Ólétt kona að gráta getur hljómað svona nánast krúttlegt en ég var alls ekki þannig, held ég hafi frekar minnt á móðursjúkan einstakling sem var týndur. Ég grét með ekka og það gekk þannig fyrir sig að jafnvel þó ég hætti þá byrjaði ég alltaf aftur. En á þessum tímapunkti sat ég hjálparlaus ein á flugvelli og grét semsagt alla leiðina heim, náði að stoppa smá í flugvélinni þar sem það var að koma matur en þegar ég komst að því að wow tekur ekki við debetkortum þá byrjaði ég aftur. 

Var svo hæst ánægð að lenda í Keflavik eftir 4 tíma flug með tárin streymandi niður og var orðin alveg sú hressasta. Náði svo í vagninn með mikilli áreynslu og klukkan orðin 2 um nótt og mín orðin dauðþreytt og svöng auðvitað. Móðir mín tók svo á móti mér á flugvellinum og við héldum heim til Reykjavik en þá sprakk á bílnum - endalega gafst ég bara upp á öllu, gat ekki grátið þar sem öll tárin voru bara búin, ég semsagt uppþornuð í augunum svo ég grét inn í mér meðan ég beið á vegarkannti með vagn, kerru og stól að bíða eftir leigubíl. 

Note to self; Aldrei að taka sólahringsferðalag, ólétt og splæst í stórborg! 

Ég játa mig sigraða! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband