Umferðarkreppa í Milano!

Jæja nú er prisinn minn orðinn mánaðargamall semsagt kominn í fullorðins tölu svo ég fæ smá breik hér og þar yfir daginn í að skrifa en ég var komin hálfa leið til Milanó með söguna mína. 

 

Lentum í Mílano klukkan 12:40 á staðartíma, vitlaus flugvöllur reyndar og þar sem þetta var bara sólahringsferð var það frekar mikill ókostur. Hjólastóll beið mín á vellinum og í kaupbætti fékk ég suður ítala sem ég skildi ekkert hvað sagði svona með sem bónus sem var semsagt 'driverinn' minn. Hann hefur um ævina greinilega horft of mikið á formúluna og keyrði mig um ólétta með bundnar lappir á milljón um allan flugvöllinn, kærastinn minn kom hálf skokkandi fyrir aftan okkur með töskurnar í eftirdragi og ég svona baðandi út höndunum gargandi á hann hvort hann væri ekki alveg örugglega með okkur í sjónmáli. Hélt ég mundi andast þegar hann svo tók upp símann og fór að öskra á suður ítölsku og keyrði mig með annarri svo ég "slida" um til hliðar meðan hann reynir að finna balance á þessu öllu saman. Ég fékk semsagt ekkert að stoppa við í búðum né að borða heldur keyrði kauðinn mig bara alveg út sagði svo voila gjörið þið svo vel og fór síðan burt, Þetta sólahringsfrí eftir allt flugið byrjaði einstaklega skemmtilega og vakti okkur vel upp. 

Þar sem hótelið og næsta flug var á öðrum flugvelli þurftum við að finna leið til að komast á milli, meina þetta er jú Ítalía og þeir sem þekkja sig  þar vita að samgöngur eru ekki sterkasta hlið þeirra. En ok fann rútu sem fór á milli (hljómar mjög auðvelt) en hún átti ekki að fara fyrr en 3 svo litla óléttan gat borðað þar sem ítalinn á flugvellinum skaut mér út á innan við 10 minutum þá áttum við alveg 2 tíma til að eyða þar. Linate er jú lítill flugvöllur og þar sem ég var ekki mikið göngufær á þessum tímapunkti og komst ekki langt þá var auðvitað ekkert að borða nema INNI á flugvellinum. Ok Ok ég gat mögulega lifað þessa 2 tíma af, grét smá en ekkert samt sem sást neitt svo það var í lagi. Loksins kom rútubílstjórinn hann leit út fyrir að vera 13 ára, náði varla með hausinn yfir stýrið, við komum okkur fyrir og svo var lagt af stað ekki nema hálftíma of seint (sem er met tími í Milano). Við keyrum af stað og ég sé að rútan er að fara bandvitlausa leið, hann fer upp til Norður Milano og hringsólar þar um. Eftir góðan klukkutíma fer fólk að standa upp og verða hálf pirrað margir sem greinilega voru að fara í tengiflug þá komumst við að því að þetta var fyrsta ferðin bílstjórans og hann var týndur. Ég á þessum tímapunkti orðin svo svöng og mjög sorgmædd yfir öllu þessu og pirringurinn alveg að fara að koma yfir mig en gat alveg andað rólega því þetta var bara byrjunin sem fór bara versnandi.

Eftir einn og hálfan tíma í þessari bilaðslega heitri rútu stoppaði litli bílstjórinn á bensinstöð sagði ekki neitt heldur labbaði bara út og fór í símann, ennþá vorum við inní borginni og ekki nálægt Malpensa flugvelli. Klukkan orðin 6 og þeir sem áttu flug væntanlega búnir að missa af því svo um að gera bara að slaka á, en enginn virtist vera á þeim nótunum og allir í rútunni á þessum tímapunkti byrjaðir að öskra. Litli barnabílstjórinn á sinni fyrstu ferð náði ekki að klára rúntinn sinn heldur keyrði okkur bara upp á lestarstöð kunni semsagt leiðina þangað og lét okkur vita fagnandi að það væri lest að fara eftir hálftíma upp á flugvöll. Fólk mishrifið hendist út úr rútunni og inn á lestarstöð. Við sem betur fer áttum flug daginn eftir en ég orðin svo svöng að ég þakka fyrir þann dag í dag að ég myrti ekki kærastann og át hann. 

Bílstjórinn og farþegarnir vissu ekki eitt það var föstudagur, og jú þeir sem þekkja ítalíu vita vel að föstudagar eru betur þekktir sem verkfallsdagar á öllum samgöngum sem þyðir jú að þeir fara bara eftir henntisemi. Klukkan orðin svo lítið sem 7 og allt lokað á lestarstöðinni auðvitað svo enginn matur, þarna var ég orðin buguð og bara búin að gefast upp, lestin átti að fara klukkan hálf 8 en þar sem verkfall var í fullum blasti þá fór hún aðeins eftir áætlun eða klukkan 11, í millitíðinni fór kærastinn minn að leita af mat án árangurs og ég eignaðist nýjan hobo vin frá Indlandi sem flakkar á milli lestarstöðva og hélt mér félagskap á meðan. Eftir allt þetta við orðin máttvana og vel bugað par skriðum við loksins inn á flugvallar hótelið rétt eftir miðnætti, auðvitað var matsölustaðurinn þar lokaður en á þessum tímapunkti var hin skemmtilega aukaverkun óléttunnar farin að segja til sín svo gat ekki hugsað um hungur heldur lagðist ég upp í rúm og lagðist niður dauð.

Kosturinn við þetta er að kærastinn sem aldrei hefur farið til milano fékk hana alveg beint i æð :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband